Aðskotadýr – listsýning Hlutverkaseturs í Sjóminjasafninu í Reykjavík
Aðskotadýr er yfirskrift listsýningar Hlutverkaseturs í Bryggjusal Sjóminjasafnsins í Reykjavík.
Forseti Íslands herra Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna fimmtudaginn 1. september kl: 16:00. Sýningin verður opin til kl. 19:00 á opnunardegi.
Viðfangsefni sýningarinnar er samspil mannskepnunnar við lífríki sjávar og mengun hafsins. Plasti, pappír og ýmsu öðru sem fellur til úr almennu rusli er breytt í furðudýr sem hóta yfirtöku. Markmið sýningarinnar er að vekja athygli á losun úrgangsefna í sjóinn og stuðla að vitundarvakningu um hnattræna mengun.
Sýningarstjórn er í höndum Önnu Henriksdóttur listamanns og listkennara í Hlutverkasetri.
Sýningin er sprottin úr samstarfsverkefninu Tökum höndum saman þar sem Hlutverkasetur, Borgarsögusafn og Listasafn Reykjavíkur standa að fjölbreyttri dagskrá með lífsgæði að leiðarljósi.
Sýningin er opin daglega kl. 10:00-17:00 út septembermánuð.
Aðgangur er ókeypis.