Dagskrá Listasafns Reykjavíkur í vetrarfríi 17-20. febrúar
Örnámskeið, galdraleiðsögn og vísindasmiðja Fimmtudag til sunnudags, 17-20. febrúar á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi
Ókeypis fyrir börn og fullorðna í fylgd barna á sýningar safnsins á Kjarvalsstöðum og í Hafnarhúsi í Vetrarfríi grunnskólanna 17.-20. febrúar.
Ásmundarsafn er lokað vegna sýningaskipta en Ásmundargarður er öllum opinn og tilvalið að nota appið Útilistaverk í Reykjavík / Reykjavík Art Walk til að fara í létta fjölskylduleiðsögn um garðinn.
Kjarvalsstaðir
Prent og vinir: Hálfsdagsnámskeið fyrir börn í tengslum við sýningu Birgis Andréssonar, Eins langt og augað eygir, á Kjarvalsstöðum. Börnin vinna sín eigin prentverk undir áhrifum sýningarinnar. Kennarar á námskeiðunum verða Tóta Kolbeinsdóttir og Joe Keys myndlistarmenn. Ókeypis þátttaka. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.
Örnámskeið fyrir 8-10 ára, fimmtudag 17. febrúar kl. 9-12.00: Skráning HÉR
Örnámskeið fyrir 10-12 ára, föstudag 18. febrúar kl. 9-12.00: Skráning HÉR
FACEBOOK
Hafnarhús
Galdraleiðsögn með töfrasprotum: Stutt leiðsögn með leikjaívafi fyrir fjölskyldur á öllum aldri um sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnahúsi. Ókeypis þátttaka.
Galdraleiðsögn 17. febrúar kl. 14.00: Skráning HÉR eða í móttöku við komu.
Galdraleiðsögn 18. febrúar kl. 14.00: Skráning HÉR eða í móttöku við komu.
FACEBOOK
Listir og vísindi – sitt hvor hliðin á sama peningi
Laugardag 19. febrúar kl. 13-16.00
Vísindasmiðja Háskóla Íslands verður með opna listræna vísindasmiðju í samtali við sýninguna Abrakadabra – töfrar samtímalistar í Hafnahúsi. Allir sem koma í safnið á þessum tíma geta fengið að reyna sig og taka þátt í smiðjunni.
Skráning ekki nauðsynleg en öllum reglum um fjöldatakmarkanir og sóttvarnir framfylgt. FACEBOOK