• Heim
  • Fréttir
  • Fornar rætur Árbæjar – ná þær til landnáms?
maí 26, 2021

Fornar rætur Árbæjar – ná þær til landnáms?

Leiðsögn fornleifafræðings fimmtudaginn 27. maí kl. 20 á Árbæjarsafni.

Fornar rætur er yfirskrift fornleifarannsóknar sem fram hefur farið við gamla Árbæ undanfarin sumur. Fimmtudagskvöldið 27. maí kl. 20 mun stjórnandi rannsóknarinnar, Sólrún Inga Traustadóttir, leiða gesti um uppgraftarsvæðin á bæjarstæði Árbæjar og segja frá rannsókninni og þeim minjum sem hafa nú þegar komið í ljós.

Markmið rannsóknarinnar er að varpa ljósi á búsetusögu og þróun Árbæjar ásamt því að miðla fornleifafræði og niðurstöðum til almennings. Undi lok leiðsagnarinnar gefst gestum kostur á að taka þátt í að móta nýjar rannsóknarspurningar með því að taka þátt í könnun.

Leiðsögnin er ókeypis.
 

#borginokkar