júní 7, 2021
Hádegisgöngur í Grasagarði Reykjavíkur alla föstudaga í sumar
Nú þegar lífið í Reykjavík er óðum að færast í fyrra horf er tilvalið að kíkja í þrjátíu mínútna föstudagsgöngu hjá okkur í Grasagarðinum.
Þessar göngur taka um hálftíma og eru viðfangsefnin mörg og misjöfn og helgast af því sem er í blóma hverju sinni.
Göngurnar hefjast við aðalinngang garðsins kl. 12 alla föstudaga í sumar og eru svo endurteknar á ensku kl. 12:40.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!
Meðfylgjandi mynd er af sumarblóminu sólboða (Osteospermum Passion Mixed) en núna er starfsfólk Grasagarðsins í óða önn að gróðursetja sumarblómin!