Landslagsljósmyndir sem færa okkur fegurð og þekkingu
Við höfum öll orðið fyrir því að hrein fölskvalaus tjáning og fegurðarreynsla okkar af náttúrunni, hafi verið afskrifuð sem ómarktækur smekkur. Við hrífumst, andinn lyftist óvænt og við öðlumst innsæi inn í eitthvað sem orð fá ekki á fest nema þá helst í ljóðum eða í ljósmynd. Landslagsljósmyndir geta fært okkur leyndardóma náttúrunnar aftur og veitt okkur mikilvæga þekkingu.
Siðfræði náttúrunnar hefur verið eitt af meginþemum íslenskrar heimspeki síðustu áratuga, þar hefur sterklega komið fram að öðlast megi þekkingu sem ekki fæst með hefðbundnum lærdómi. Ljósmynd getur opnað dyr huga og ímyndunarafls og veitt okkur innsýn í heim sem er víður og djúpur.
Gunnar Hersveinn mun í erindi sínu varpa ljósi á hlut landslagsljósmyndarinnar í því að kalla fram fegurðarreynslu með áhorfendum. Hann mun alfarið styðjast við landslagsljósmyndir sem eru á yfirstandandi sýningu safnsins Myndir ársins 2021 og leitast við að bæta við upplifun gesta á þeim.
Erindið er hluti af Fléttu Borgarsögusafns, viðburðaröð þar sem fjölbreyttum sjónarhornum er fléttað saman við sýningar og starfsemi safnsins