Á mörkum sviðsmynda og náttúru
Ný sýning í Skoti Ljósmyndasafnsins með ljósmyndum Peter Stridsberg
Á mörkum sviðsmynda og náttúru er titill á sýningu með ljósmyndum Svíans, Peter Stridsberg, sem opnuð verður í Skoti Ljósmyndasafns Reykjavíkur fimmtudaginn 3. júní.
Á sýningunni er beint sjónum að manneskjunni og náttúru. „Í listsköpun minni kanna ég mörk ljósmyndunar með því að útiloka brotakenndar hugmyndir um skynjun mannsins á tímanum í samhengi við tilvist hans. Sögusviðið er einskonar fjarvíddarteikning sem ég skapaði utan um raunsannar sviðsmyndir sem birtast í tilbúnu umhverfi; úr verður skynvilla.“ – Peter Stridsberg
Peter Stridsberg býr og starfar í Kungälv, Svíþjóð. Hann útskrifaðist með MA gráðu í myndlist frá Umeå Academy of Fine Arts 2019. Peter hefur haldið einkasýningar sem og fjölmargar samsýningar undanfarin ár.
Nánari upplýsingar um listamanninn eru á https://www.peterstridsberg.se/