Öldungarnir í safninu
Fræðsluganga í tilefni 60 ára afmælis Grasagarðs Reykjavíkur miðvikudaginn 18. ágúst kl. 20
Grasagarður Reykjavíkur var stofnaður 18. ágúst 1961 á 175 ára afmæli Reykjavíkurborgar og á því 60 ára afmæli um þessar mundir.
Í tilefni þess verður boðið upp á fræðslugöngu á afmælisdaginn kl. 20 þar sem fjallað verður um sögu Grasagarðsins, áhugaverðir öldungar í safnkostinum skoðaðir og síðast en ekki síst verður litið til tengsla safnsins við garðmenningu og ræktun á Íslandi en í Grasagarðinum hafa orðið til ný yrki plantna, svo sem rósirnar Skotta og Katrín Viðar.
Hjörtur Þorbjörnsson forstöðumaður Grasagarðsins og Björk Þorleifsdóttir verkefnastjóri fræðslu og miðlunar hjá Grasagarðinum sjá um leiðsögnina sem hefst við aðalinngang garðsins miðvikudagskvöldið 18. ágúst kl. 20.
Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!
Fræðslan fer fram utandyra en gestir eru vinsamlegast beðnir um að gæta að einstaklingsbundnum sóttvörnum og passa upp á 1 meters regluna.