Tónleikar Páls á Húsafelli: Heilsa þér Kjarval
Laugardag 18. september kl. 14 og 15 á Kjarvalsstöðum
Páll á Húsafelli frumflytur ný lög með textum eftir Jóhannes Kjarval, Jóhann Sigurjónsson, Páll á Hjálmsstöðum og Þorstein frá Hamri.
Páll á Húsafelli frumflytur ný lög með textum eftir Jóhannes Kjarval, Jóhann Sigurjónsson, Páll á Hjálmsstöðum og Þorstein frá Hamri. Páll er einn af sextán samtíma myndlistarmönnum sem eiga verk á sýningunni Eilíf endurkoma – Kjarval og samtíminn þar sem verk Kjarvals (1885-1972) mynda þráð sem tengir tvenna tíma.
Vegna takmarkaðs fjölda er skráning nauðsynleg.
Tónleikar kl. 14.00 – skráning HÉR
Tónleikar kl. 15.00 – skráning HÉR
Páll hefur samið tónlist við ljóðtexta Kjarvals og annarra skálda en yfirskrift tónleikanna er sótt í ljóðkveðju Páls á Hjálmsstöðum til Kjarvals. Á tónleikunum koma einnig fram Kammerkór Suðurlands, Frank Aarnink á slagverk, Jóel Pálsson á saxófón og Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði.
Stjórnandi er Hilmar Örn Agnarsson. Aðgöngumiði að safninu gildir á tónleikana. Frítt fyrir handhafa Árskorts Listasafns Reykjavíkur og Menningarkorts Reykjavíkur.